Dag sem nótt
Ef hvísl mitt heyrðist um alla veröld
myndi ég hvísla nafnið þitt
dag sem nótt
svo jafnvel maurarnir heyrðu
og fuglar loftsins skildu
hve dásamlegur þú ert.

Og þegar mennirnir sofa
og þegar þeir vaka
ég myndi hvísla
Jesús, Jesús
og bíða eftir bergmáli
frá vestri til austurs
og frá noðri til suðurs.

Ef dans minn talaði við hjörtu
myndi ég dansa nafnið þitt
dag sem nótt
þar til allir stigu fram
og dönsuðu saman fram á kvöld
og hjarta mannanna færi að slá
í takt við þitt.

Ó, Jesús minn Jesús
hve dýrlegt væri að veröldin
væri lofsöngur þinn.
við stæðum öll sem eitt
reistum upp raddir okkar
og litum auglit þitt

en þó ég standi ein
vil ég hvísla og dansa
þitt fagra Orð
þar til ég dey. 
Steinunn Ýr
1982 - ...


Ljóð eftir Steinunni Ýr

Kaffi með mjólk
Ástfangin af Almættinu
Englaher bjargaði mér
Hversdagsleikinn og Þú
Dag sem nótt
Baggablús