

Þar sem ekta gylling
gefur sjóndeild kvölds og morgna lit.
Þar sem bláir litir
bláma fjöll og firnd, haf og himin.
Þar sem rauðir litir
rjóða kinnar, runna og eld í fjalli.
Þar sem hvítir litir
hvíta öldu, jökulhadd og vetrarspor.
Þar vil ég litkast.