FYRIR INGU


Í skini ljóssins
marka skuggarnir rýmið
og skilning minn
á stöðu sjálfs mín
í heimi hlutanna.

Svo kemur upp vandi.

Það er til fólk
sem býr til hluti
sem eru ekki hlutir
sem skapar einingar
sem eru ekki
nema óræðir
og illskiljanlegir
skuggar af sjálfum sér
og skuggarnir móta
og marka skilningsleysið
sem er á milli mín
og hlutanna.

Form og útlit
taka merkingu úr
inntaki sínu
og inntakið
er í höfði skapar síns,
sem eilíft leyndamál hans.

Það verður ekki rætt
í heyranda hljóði.

Verður varla skoðað
í skini ljóssins.

Verður varla skilið
í huganum.

Nú eru það skuggar
skilningsljóssins,
sem marka stöðu mína
meðal hugmyndanna
sem varpað var
inn í huga minn
úr heimi hlutanna.

Nei og já.

Lengi má manninn
og huga hans reyna.
 
Ásgeir Beinteinsson
1953 - ...


Ljóð eftir Ásgeir Beinteinsson

NORÐURLJÓSIN
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2002
LÍFIÐ
FYRIR INGU
TILGANGURINN
GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN
ÞROSKINN
MAÐURINN Á HJÓLINU
NÚTÍMINN
TIL KONU
Unglingurinn
UPPALANDINN
RITAÐAR HUGSANIR
GUÐ ER TIL
FIMMGANGUR
SPURNINGAR
STYTTAN
ÞUNGLYNDI
GEGNSÝNI
LÍFIÐ, TÍMINN OG ALDURINN
PÓLITÍKUSINN
PRÓFIÐ
TÍMINN VIÐ UPPELDISSTÖRF
BLÓMIN Í GARÐINUM
DÆMALAUS
ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG
VORIÐ Í REYKJAVÍK
PASSA AÐ LJÓSMYNDIR
68
VIÐ
STJÓRNMÁLAMENN
LAUGAÐUR
ÓHEPPNA BARNIÐ
MANNLEGT EÐLI
JÓLALJÓS
Jólin 2004
JÓLIN 2005
LJÓÐRÆNAN Í MÉR
MAÐURINN
LANDSKEPPNIN
MERKIN MERKILEGU
HAMINGJAN
SKÓLASTJÓRINN
LÁTA AÐRA GUÐI Í FRIÐI
SUMARBLÓÐ