TILGANGURINN
Alvitur maður
gekk götuna til enda.
Örvitur maður
gekk götuna til enda.
Fávitur maður
gekk götuna til enda.
Smávitur maður
gekk götuna til enda.
Hálfvitur maður
gekk götuna til enda.
Óvitur maður
gekk götuna til enda.
Þar stóður þeir
og vissu ekki til hvers þeir gengu.
Þeir skildu ekki tilgang
göngu sinnar og litu því um öxl,
á litla barnið við hinn enda götunnar.
Þeir spurðu einum rómi:
“Til hvers gengum við litla barn?”
Og barnið svaraði:
“Til þess að komast á enda götunnar.”