sveiflur
snjókornin svífa hægt
í draumkenndu mynstri
óreglunnar

heyja harða orustu
við glampandi harðneskju
malbiksins

eins og á taflborði
berjast ólíkir heimar
jarðarinnar

kuldi gegn hlýju
hvítt gegn svörtu
enginn sigurvegari
nema kannski djöfullinn
þegar auðnin hefur yfirráðin  
Trilla
1964 - ...


Ljóð eftir Trillu

Myllusteinn
von
dimmir dagar
sveiflur
þögnin í hljóðinu
augnablikk
kynni
Tveir vatnsdropar