

snjókornin svífa hægt
í draumkenndu mynstri
óreglunnar
heyja harða orustu
við glampandi harðneskju
malbiksins
eins og á taflborði
berjast ólíkir heimar
jarðarinnar
kuldi gegn hlýju
hvítt gegn svörtu
enginn sigurvegari
nema kannski djöfullinn
þegar auðnin hefur yfirráðin
í draumkenndu mynstri
óreglunnar
heyja harða orustu
við glampandi harðneskju
malbiksins
eins og á taflborði
berjast ólíkir heimar
jarðarinnar
kuldi gegn hlýju
hvítt gegn svörtu
enginn sigurvegari
nema kannski djöfullinn
þegar auðnin hefur yfirráðin