

Maðurinn á hjólinu
kom eftir götunni.
Hann horfði hvorki til hægri né vinstri
en þaut framhjá með flagsandi frakkann.
Hann hefur greinilega tilgang,
sagði maðurinn á bekknum í garðinum
og tók sígarettuna út úr sér
um leið
og hann horfði á eftir honum.