Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tíminn er ferðalag
án upphafs
án endis

Lestin brunar
enginn veit hvert

Aftast í lestinni
sést hvar lestin var
en ekki hvert hún fer

Tíminn er ekki skráður
fyrr en hann er liðinn hjá

Hvers virði er ein sekúnda
í endalausum tíma
líðandi stundar

Eitt orð
ein setning
 
Ingibjörg Hinriksdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tilbrigði við Stein II
Gatan
Ástina sína að finna
Ástarör í hjarta
Hnappurinn
Draumur um sannleika
Verndarengill
Unnar Stefánsson 60 ára
Sigfríður leggur skóna á hilluna ´97