Ástarör í hjarta
Ég vissi aldrei hvað gerðist.
En allt í einu stóð örin
föst í hjarta mér.

Hún lýsti upp gráan hversdagsleikann
eins og sól á júlídegi
og fólkið gretti sig móti mér.

En hvað átti ég líka að gera
ganga burtu eins og ekkert hefði í skorist
eða brosa, lifa og leika mér.

Og örin haggaðist hvergi
og mér leið vel
og fólkið fékk leið á að gretta sig.

 
Ingibjörg Hinriksdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tilbrigði við Stein II
Gatan
Ástina sína að finna
Ástarör í hjarta
Hnappurinn
Draumur um sannleika
Verndarengill
Unnar Stefánsson 60 ára
Sigfríður leggur skóna á hilluna ´97