Ástina sína að finna
Þar er straumurinn mestur
og áin svo stór
og hún stendur í vatninu
stúlkan sem fór
ástina sína að finna.

Þó þau hrópuðu á hana
og kölluðu í kór
þau fengu engu breytt
því stúlkan hún sór
ástina sína að finna.

Svo hreif hana straumurinn
sterkur og stór
hreif hana með sér
hana sem fór
ástina sína að finna.

Þeir fundu? hana neðar
svo létta á brún
og brosandi í framan
því búin var hún
ástina sína að finna.

Og þú sérð þau á himnum
sem stjörnurnar tvær
þær lýsa upp nóttina
því nú eru þær
búnar ástina sína að finna.

 
Ingibjörg Hinriksdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tilbrigði við Stein II
Gatan
Ástina sína að finna
Ástarör í hjarta
Hnappurinn
Draumur um sannleika
Verndarengill
Unnar Stefánsson 60 ára
Sigfríður leggur skóna á hilluna ´97