Gatan
Gamalt fólk, með lúinn svip
gengur hokið eftir götunni
sem það hefur gengið
í fimmtíu ár.

Gatan þekkir skóhljóð þess
rétt eins og niðinn frá bílunum
þegar gamla fólkið gengur götuna sína
brosir gatan við því.

En friðsæld götunnar er rofin
af skarkala götustráka
sem sumir henda gaman að gamla fólkinu
þá hættir gatan að brosa.
 
Ingibjörg Hinriksdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tilbrigði við Stein II
Gatan
Ástina sína að finna
Ástarör í hjarta
Hnappurinn
Draumur um sannleika
Verndarengill
Unnar Stefánsson 60 ára
Sigfríður leggur skóna á hilluna ´97