Geðveiki
Tíminn dansar tangó uppá grín,
tómlegt húsið stendur autt.
Meðan ekkjan syrgir börnin sín,
silfrað tunglið verður rautt.
Vindurinn veinar svo hátt að mig sker,
veltur á sjónum dugga.
Gleymir að gá eftir sjálfri sér,
sefur við galopinn glugga.
Himnarnir brenna við hafsins enda,
heltekur mig sú sín.
Löngu kominn tími til að lenda,
leyfi mér að gera af því grín.
Nafar milli Hana og Hænu,
held ég uppá Gónhólinn.
Loksins ég reis þó með litla rænu,
reyni að lifa fram á jólin.
Dagur dettur og nóttin rís,
dimmt er yfir þar syðra.
Bræður berjast á landi íss,
blákallt þeir hvorn annan myrða.
tómlegt húsið stendur autt.
Meðan ekkjan syrgir börnin sín,
silfrað tunglið verður rautt.
Vindurinn veinar svo hátt að mig sker,
veltur á sjónum dugga.
Gleymir að gá eftir sjálfri sér,
sefur við galopinn glugga.
Himnarnir brenna við hafsins enda,
heltekur mig sú sín.
Löngu kominn tími til að lenda,
leyfi mér að gera af því grín.
Nafar milli Hana og Hænu,
held ég uppá Gónhólinn.
Loksins ég reis þó með litla rænu,
reyni að lifa fram á jólin.
Dagur dettur og nóttin rís,
dimmt er yfir þar syðra.
Bræður berjast á landi íss,
blákallt þeir hvorn annan myrða.