

Ég vissi aldrei hvað gerðist.
En allt í einu stóð örin
föst í hjarta mér.
Hún lýsti upp gráan hversdagsleikann
eins og sól á júlídegi
og fólkið gretti sig móti mér.
En hvað átti ég líka að gera
ganga burtu eins og ekkert hefði í skorist
eða brosa, lifa og leika mér.
Og örin haggaðist hvergi
og mér leið vel
og fólkið fékk leið á að gretta sig.
En allt í einu stóð örin
föst í hjarta mér.
Hún lýsti upp gráan hversdagsleikann
eins og sól á júlídegi
og fólkið gretti sig móti mér.
En hvað átti ég líka að gera
ganga burtu eins og ekkert hefði í skorist
eða brosa, lifa og leika mér.
Og örin haggaðist hvergi
og mér leið vel
og fólkið fékk leið á að gretta sig.