Bómull
Bómull minni mig alltaf á þræla,
þræla sem eru látnir strita,
í blóði sínu og svita,
á bómullarökrunum.
Svartir, sterkir líkamar þeirra
pyntaðir undir steikjandi sól suðurríkjanna.

Þeir unnu til að uppfylla óskir hvítra húsbónda.
Óskir um líf í lysisemdum ríkidæmis síns
og þægilegheit í svita annarra,
húsbónda sem var gjörsamlega sama
um öll lífin og ungar sálirnar
sem þeir voru að eyðileggja.

Þegar ég nota bómull
til að fjarlægja farða af hvítu andliti mínu
og naglalakk af löngum, fíngerðum fingrum mér
ljær það mér samviskubit og ég skammast mín.
Ég fæ samviskubit yfir að vera hvít
og lifa í lúxus hins vestræna heims
og ég skammast mín fyrir hvíta forfeður, sem voru ekki einu sinni mínir eigin.  
Elísabet
1980 - ...
Skrifað á meðan ég var að lesa bókina Roots eftir Alex Haley. Útskýrir hugsunarháttinn.


Ljóð eftir Elísabetu

Þrátt fyrir allt
Your words
Þar til dauðinn aðskilur okkur
Flóði
In a Dream
Aldrei nógu gott
So Close
So Blue
Tomorrow
Bómull
You x 3