TIL KONU
Fýsnin förunautur skynseminnar
og félagi fáránleikans.
Hvers vegna leikurðu
svona á okkur?
Náttúrublómin
sem teygja stilki sína
og krónur mót
hinni græðandi dögg
næturkyrrðarinnar.
Þrumur þínar skelfa okkur
svo blöð vor titra.
Rætur vorar hvítna.
Hvers vegna þurfum við
að færa þér
svo dýrlegar fórnir?
Miskunnarlausar eru
kröfur þínar í húminu.
Hvenær mun skynsemin
skilja förunaut sinn?
Aldrei.
Því að þá væri lífið
ekki ævintýri.
og félagi fáránleikans.
Hvers vegna leikurðu
svona á okkur?
Náttúrublómin
sem teygja stilki sína
og krónur mót
hinni græðandi dögg
næturkyrrðarinnar.
Þrumur þínar skelfa okkur
svo blöð vor titra.
Rætur vorar hvítna.
Hvers vegna þurfum við
að færa þér
svo dýrlegar fórnir?
Miskunnarlausar eru
kröfur þínar í húminu.
Hvenær mun skynsemin
skilja förunaut sinn?
Aldrei.
Því að þá væri lífið
ekki ævintýri.