

Uppalandinn gekk um dalinn
snæviþaktan
og sólin blámaði spor hans í mjöllinni.
Vindurinn kom og fyllti sporin.
Uppalandinn sigldi yfir hafið
spegilslétt
og kjölurinn teiknaði pílu á sjóinn.
Vindurinn kom og jafnaði gárurnar.
Uppalandinn kom í nýtt land
að sumarlagi
og fæturnir bældu spor hans í grasið.
Vindurinn kom og reisti stráin.
Uppalandinn kom til barnsins
í húsinu
og orð hans gerðu spor í vitund þess.
Vindurinn kom og regnið kom
en orðsporin eru þar enn.