Hvað átt hefur
Fyrir löngu síðan
átti ég lítinn fugl.
Ástríða hans var að gleðja mig,
aðeins mig,
með söngvum sínum.
Í fyrstu ég sat oft og hlustaði,
en með tímanum
hætti að meta þá gjöf sem hann mér var.
Gekk framhjá honum dag eftir dag.

Þá tónar fuglsins hættu að heyrast.
Hann veslaðist upp,
brostið hans hjarta.
Fangi í búri.
Þó reyndi ég allt
það var of seint,
hann söng ekki aftur fyrir mig.
Með söknuði,
sleppti honum lausum út í frelsið.
Burtu hann flaug en eftir sat ég,
ein.
Veslast upp,
brostið mitt hjarta.  
Ásta Hrönn
1982 - ...
Haustið 2004


Ljóð eftir Ástu Hrönn

Ástarþrá
Manía
Hvað átt hefur
Gullbrúðkaup
Ljóðaljóð
Æskuástin
Eymd
Svikinn
Ástarbiti