Lognið á undan storminum
Ekkert hljóð,
Vindurinn þagnar,
Logninu á undan storminum,
Lýðurinn fagnar.

Eftir erfiða nótt,
Þreyttir menn loksins fá að sofa,
Og fólkið er svo hljótt.
Mun óvinurinn, einhverjum friði lofa?

Í óvissu sinni,
Í herklæðum, fólkið festir blund,
Ég finn fyrir þunganum af brynju minni,
En þó aðeins rétt um stund.

Ég loka augunum,
Sé aðeins svart,
Finn hvernig slakast á taugunum,
Og fyrir augum mínum verður bjart.

Er ljósið sem ég sé, af góðu kyni?
Er það komið til að nema mig á brott,
Er ég á leið til að hitta guðs syni,
Ef svo er, er það þá gott?

Verða það börn okkar,
Sem munu ganga sigurgönguna?
Verða það barna börn okkar,
Sem þurfa eftir þessu að muna?

Mun þetta ástand, vara í mörg ár,
Munu börn okkar undan sverði falla?
Og börn þeyrra þurfa að fella fleiri tár,
Finna fyrir konungi myrkursins, á þau kalla?

Lyktin af dauðanum,
Allt um kring,
En um hamingjuna,
Ég aðeins syng.

Með sverð í hendi,
Og bros á vör,
Er ég í himnaríki lendi,
Og finn þar, við öllu svör.
 
Aldís Dagmar
1991 - ...


Ljóð eftir Aldísi Dagmar

Voracity
Sleeping Beauty
Mikilvægi sjálfs míns
Inside my Head
Lognið á undan storminum
Verk í vinnslu
Leiðarlok
Lífsins Andlit
Kvöldskuggar