Verk í vinnslu
Enn um sinn,
er ég er verk í vinnslu,
ófullkomnuð fegurð,
í felum á bak við skapara minn.
Óskilgreindar tilfiningar,
ég veit ekki hvað ég finn.
Eða hvernig mér líður,
þegar ég finn tár, renna niður mína kinn.
Veit ei hvaða hug ég ber til þín,
skil ekki hversvegna hjarta mitt tekur kipp,
hversvegna fiðrildin í maganum, fara svo fljótt á flug,
og öllum áhyggjum mínum vísa á bug.
Get ekki útskýrt það betur, en þetta er ástarjátning mín.
Og hún er einkum ætluð. Til þín.
 
Aldís Dagmar
1991 - ...
for my special someone :)


Ljóð eftir Aldísi Dagmar

Voracity
Sleeping Beauty
Mikilvægi sjálfs míns
Inside my Head
Lognið á undan storminum
Verk í vinnslu
Leiðarlok
Lífsins Andlit
Kvöldskuggar