

Ég lagði blóm
við styttu
gleymda hippans
um daginn.
Sítt bronshárið
glansaði
í rigningunni
og ennisbandið
safnaði vatni
í fellingunum.
Rósótt mussan
fylgdi líkamanum
sem virtist vera
undir málminum.
Snjáðar gallabuxurnar
voru í göngusveiflu
um fæturna.
Allur líkaminn
var sveigður
undan hreyfingu
hnefans sem mótmælti
og
handarinnar með friðarmerkið.
Blómin
voru í hrópandi
ósamræmi
við grænan,
sumstaðar
glampandi málminn
en ekki auglýsingaskiltin
og innkaupapokana
allt um kring,
á markaðstorgi hamingjunnar.
við styttu
gleymda hippans
um daginn.
Sítt bronshárið
glansaði
í rigningunni
og ennisbandið
safnaði vatni
í fellingunum.
Rósótt mussan
fylgdi líkamanum
sem virtist vera
undir málminum.
Snjáðar gallabuxurnar
voru í göngusveiflu
um fæturna.
Allur líkaminn
var sveigður
undan hreyfingu
hnefans sem mótmælti
og
handarinnar með friðarmerkið.
Blómin
voru í hrópandi
ósamræmi
við grænan,
sumstaðar
glampandi málminn
en ekki auglýsingaskiltin
og innkaupapokana
allt um kring,
á markaðstorgi hamingjunnar.