Eymd
Lífið er mér sem leikur kattar að mús. Veit að ég hef tapað en leitandi held ég áfram um það völundarhús er hugur minn hefur skapað í myrkri mynd. Ég er kvalinn en finn þó ekki til. Holur að innan og kaldur, lifandi dauður svo gefast upp ég vil en er rekinn áfram af eirðarleysi. Villtur ég ráfa um tóma sali sálar minnar.
Í örvæntingu þrái að finna tilgang tilverunnar, er einsamall og yfirgefinn af engum nema sjálfum mér.
 
Ásta Hrönn
1982 - ...
Haustið 2004
Mitt fyrsta prósaljóð!


Ljóð eftir Ástu Hrönn

Ástarþrá
Manía
Hvað átt hefur
Gullbrúðkaup
Ljóðaljóð
Æskuástin
Eymd
Svikinn
Ástarbiti