sænskt ævintýr
laumumst í rökkrinu
niður að svartri lygnri ánni
skiljum fötin okkar eftir
við skógarjaðarinn
á sumarhlýjum klöppunum
við hylinn situr nykurinn
leikur tælandi á fiðlustrengi
lag um eilíft líf
syndum í svartri ánni
finnum álana strjúkast við fótleggina
- eða eru þetta fingur dauðra manna?
klæðumst einni flík á röngunni
svo að skógardísirnar nái ekki
að villa um fyrir okkur
á leiðinni heim
um dimman greniskóginn
niður að svartri lygnri ánni
skiljum fötin okkar eftir
við skógarjaðarinn
á sumarhlýjum klöppunum
við hylinn situr nykurinn
leikur tælandi á fiðlustrengi
lag um eilíft líf
syndum í svartri ánni
finnum álana strjúkast við fótleggina
- eða eru þetta fingur dauðra manna?
klæðumst einni flík á röngunni
svo að skógardísirnar nái ekki
að villa um fyrir okkur
á leiðinni heim
um dimman greniskóginn