ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð



einu sinni skrifaði til mín maður
og orðin voru rauð en stafirnir svartir
og þeim var hvíslað
á hvítan grunn og tónninn
var ertandi og þegar ég las orðin hans
varð ég heit og mig kitlaði og ég vissi að hann
hefði glott meðan hann skrifaði
það stóð ertu ljóðskáld? ljóðskáld
eins og elísabet jökuls? það er sexí

ég flissaði og velti því fyrir mér hvort
hann héldi kannski að ég og elísabet jökuls
værum einu ljóðskáldin


hann var alltaf að stríða mér



 
Hildur Lilliendahl
1981 - ...


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð