Óreiða
Ormaþing á tárvotum strætum
sálar minnar.

Engin leið að
greiða úr flækjunni.

Engin leið að sjá
hver er að koma,
hver er að fara.

Svarið svo óralangt
í burtu.
 
Hildur Lilliendahl
1981 - ...


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð