Ferð eftir malbiki
Sporin þín dúnmjúku voru
alltaf svo helvíti örugg

þú vissir jú að krjúpandi geturðu
ekki fallið sérlega illa og sporin
dúnmjúku voru sannfærð um ágæti
vegarins eina

þau stefndu með þig á
endann og forðuðust allt sem ekki var
áður kannað því það er svo hlýtt
hérna á öruggu hliðinni

hví að hætta
á athlægi þegar línan beina
er krítuð á malbikið og hvað með það
þótt þú finnir aldrei fegurðina
í þessu haustkvöldi

svoleiðis er bara
hjóm og kjánaskapur fyrir listamenn
og aðra geðsjúklinga við hliðina á vissunni
um að þú komist eftir línunni krítuðu

frá A til B
frá upphafinu til moldarinnar
án þess að þurfa að óttast að lenda

undir öllum þessu köldu járnhælum
og dreyma um mig draum  
Hildur Lilliendahl
1981 - ...


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð