óljóð
þú á torginu um morguninn
á bókhlöðunni um daginn
við eldhúsborðið um kvöldið
á kaffibarnum um nóttina

þú með kebab í rigningunni
þú í höfðinu á mér endalaust

þú meiddir mig
þessa sætu dökkhærðu manstu

en ég má ekki yrkja um þig
það væri alltof mikið
fyrir okkur bæði

og því stoppa ég hér
ég vildi bara segja

að þú meiddir mig
 
Hildur Lilliendahl
1981 - ...
-Handa S.H. Þú veist hver þú ert.


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð