Tveir vatnsdropar
við hugsum eins
þú og ég
berum saman bækur okkar
og síðurnar eru eins

rétt eins og eftir sama höfund
tvíritaðar
afritaðar
ljósritaðar

upplifanir þær sömu
gamlir draugar
og ljótir karlar
sem læðast inn að nóttu

stolið sakleysi
algjört ofstæki
brotin barnæska
en stöndum sterk

sigurvegarar
gáfumst aldrei upp
börðumst áfram
sigurvegarar - því við völdum að lifa  
Trilla
1964 - ...


Ljóð eftir Trillu

Myllusteinn
von
dimmir dagar
sveiflur
þögnin í hljóðinu
augnablikk
kynni
Tveir vatnsdropar