Þrír
I. HEL
Allt eins og krepptur hnefi.
Grýlukerti í sleflausum sleik við allt.
Of kalt til að æpa
og Hel á bláum kjól.
Frostið bitvargur blómlauss stálsins.
Rekkjudauðir menn.
II. VÍTI
Sárt að anda og súr reykurinn sprengir augun.
Hlakkar í púkum og hlátur myrkrahöfðingjans.
Eldur, sót.
,,Ágætis uppstreymi\" hlær Lúsifer
og dustar af vængjunum.
III. HELVÍTI
Temprað loftslag.