Fiðrildið...
Ég var með þig í lófa mínum en þú nagaðir mig,
og komst út á milli fingranna.
Þú flaugst alltaf lengra og lengra frá mér,
og tókst himnaríki með þér.

Skildir mig eftir einan,
með ekkert nema minningar.
Minningar um fegursta fiðrildið,
ótrúlega litina og vængjaþytið.

En ég þekki þig of vel,
og ég veit...
já, ég veit...
að þú átt ekki heima annarsstaðar en í lófa mínum.

...og ég held að þú vitir það líka.  
Fljúgandi þorskur
1988 - ...
Vil þakka Fljúgandi froski fyrir að leiðrétta mig!


Ljóð eftir Fljúgandi þorsk

Ástin
Ég er ekki fólk
Blaðaútburður
Elskhugi
Samþykkt ljóð?
Jarðsprengusvæði
Boring
Persónuvottorð
Á milli
Fiðrildið...
Það stefnir allt í nauðlendingu
Augnakonfekt
Mjólkuróþol
Kekklaus
Ritstífla