Til Stebba
Ég stari inn í sortann og söknuð ég finn
Klökk þig ég kveð, kæri vinur minn
Líf mitt hefur þú blómgað og bætt
Skapandi hugsun í huga minn fætt
Það varst þú sem mig hvattir til dáða
Og til þín ég ávallt gat leitað ráða
Og oftast var ekki langt í brosið
Ljúfari vin gæti ég ekki kosið
Bros þitt og hlátur gladdi mitt hjarta
Og minnti mig á komandi framtíð bjarta
Þó lögin okkar hljómi ekki lengur
Eru minningarnar dýrmætur fengur
Í hjarta mínu þig ávallt geymi
og veit að ég sé þig í öðrum heimi
En þangað til ég úr heiminum fer
skal ég lifa eins og þú kenndir mér
Klökk þig ég kveð, kæri vinur minn
Líf mitt hefur þú blómgað og bætt
Skapandi hugsun í huga minn fætt
Það varst þú sem mig hvattir til dáða
Og til þín ég ávallt gat leitað ráða
Og oftast var ekki langt í brosið
Ljúfari vin gæti ég ekki kosið
Bros þitt og hlátur gladdi mitt hjarta
Og minnti mig á komandi framtíð bjarta
Þó lögin okkar hljómi ekki lengur
Eru minningarnar dýrmætur fengur
Í hjarta mínu þig ávallt geymi
og veit að ég sé þig í öðrum heimi
En þangað til ég úr heiminum fer
skal ég lifa eins og þú kenndir mér
Í minningu Stebba, vinar míns og hljómsveitarfélaga sem lést í bílslysi í desember 2004