Alein í myrkrinu
Alltaf varstu blíður, elsku ástin mín
Fyrst er við hittumst, það var ást við fyrstu sýn
Ég lét mig ávallt dreyma, framtíð mína hér
á nesinu heima, í faðmi þér

Ég vænti svo mikils, elsku ástin mín
Með þér leið mér betur, mér fannst ég vera fín
Ég var sú heppna að geta í þig náð
Aldrei mun ég gleyma, er þú fórst mér frá!

Var alein í myrkrinu
Ekkert ljós að sjá
Alein í myrkrinu
Veröldin tóm og grá
Minningar svo sárar
Þær svíða inní mér
Líf mitt er vonlaust
ef ég er ei með þér

Hvernig gastu farið, elsku ástin mín?
Ást minni var varið, eingöngu til þín
Ég veit að engin önnur mun elska þig jafn heitt
Hví fórstu frá mér? Nú á ég ekki neitt!

Líf mitt er horfið, ég veit ekki hvert
Ég sé engan tilgang, kannski er lífið einskis vert
Þú varst svo ljúfur, minningin svo sæt
Nú í kolamyrkri, ein ég sit og græt

Var alein í myrkrinu
Ekkert ljós að sjá
Alein í myrkrinu
Veröldin tóm og grá
Minningar svo sárar
Þær svíða inní mér
Líf mitt er vonlaust
ef ég er ei með þér...  
Margrét Helga
1983 - ...
Þetta er lag


Ljóð eftir Margréti Helgu

Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Falling inlove
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Litla gæsin
Bara punktar
Ástarneisti