Litla gæsin
Ég er lítil gæs á vetrardegi og ráfa um á Reykjavíkurtjörn dag eftir dag
Það er hörkufrost og kuldi og mér er kalt
Ég þrái að einhver taki eftir mér, skilji líðan mína og sjái hvað ég er einmana, taki mig heim til sín til að gefa mér að borða eða bara til að ylja mér.

Einn góðan dag kemur lítill og fallegur drengur...hann sér mig og brosir: \"Mamma, mamma, sjáðu gæsina!\" Kallar hann. \"Má ég ekki taka hana með mér heim og gefa henni að borða með okkur???\"

Eitt andartak kviknar hjá mér vonarneisti og ég vakna til lífsins eitt augnablik...
Fæ ég nú loksins að upplifa kærleika heimsins??? :)

En móðirin lítur ekki einu sinni á mig, heldur dregur drenginn áfram og segir:
“Drífðu þig nú, við erum að verða of sein í jólagæsina!!!”
 
Margrét Helga
1983 - ...


Ljóð eftir Margréti Helgu

Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Falling inlove
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Litla gæsin
Bara punktar
Ástarneisti