Til Stebba
Ég stari inn í sortann og söknuð ég finn
Klökk þig ég kveð, kæri vinur minn
Líf mitt hefur þú blómgað og bætt
Skapandi hugsun í huga minn fætt

Það varst þú sem mig hvattir til dáða
Og til þín ég ávallt gat leitað ráða
Og oftast var ekki langt í brosið
Ljúfari vin gæti ég ekki kosið

Bros þitt og hlátur gladdi mitt hjarta
Og minnti mig á komandi framtíð bjarta
Þó lögin okkar hljómi ekki lengur
Eru minningarnar dýrmætur fengur

Í hjarta mínu þig ávallt geymi
og veit að ég sé þig í öðrum heimi
En þangað til ég úr heiminum fer
skal ég lifa eins og þú kenndir mér

 
Margrét Helga
1983 - ...
Í minningu Stebba, vinar míns og hljómsveitarfélaga sem lést í bílslysi í desember 2004


Ljóð eftir Margréti Helgu

Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Falling inlove
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Litla gæsin
Bara punktar
Ástarneisti