Ein á báti
Ég vakna stundum illa farin
Á sál minni svo blá og marin
Mig skortir kraft, er eirðarlaus
Og þegi því enginn vill heyra slíkt raus.
Ég er einmana barn og vonum svikið
Ástin mér hafði lofað svo mikið
Þó sárindin með dögunum dofna
Deyja þau ei, þótt mér takist að sofna.
Ég þreytt er á vonbrigðum breyskra manna
Hef ekki lengur þörf til að kanna
Eitthvað í hjarta mér stingur og svíður
Ég vona að eitthvað betra mín bíður
Á sál minni svo blá og marin
Mig skortir kraft, er eirðarlaus
Og þegi því enginn vill heyra slíkt raus.
Ég er einmana barn og vonum svikið
Ástin mér hafði lofað svo mikið
Þó sárindin með dögunum dofna
Deyja þau ei, þótt mér takist að sofna.
Ég þreytt er á vonbrigðum breyskra manna
Hef ekki lengur þörf til að kanna
Eitthvað í hjarta mér stingur og svíður
Ég vona að eitthvað betra mín bíður