ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG
Þar sem vegur finnur vog
veit ég fallegt hús þar og
þar sem vegur finnur vog
veit ég fallegt hús þar og
með skakka veggi skælist það
og skrítna glugga sérðu að
dyrnar detta af dyrastaf
dágott gelt einn hundur gaf
svölur sveifla tónum vel
sunna sest við himinhvel

Er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól
er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól.
Í kinnum næstum kviknað í
og kjöltu situr barnið í.
Tappinn litli hress vill toga
titra rauðar kinnar loga.
Bankar mamma í spaugi barnið
betra verður blessað skarnið.

Köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá,
köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá.
Loppu sveiflar loðni kisi
lenti fluga´ í slæmu slysi.
Barni klappar mamma á kinn
kemst það brátt í svefninn sinn.
Allt um kring því englar vagga
ekkert mun því barni hagga

(Hist, hvor vejen slar en bugt
H.C. Andersen. Þýðing: Ásgeir Beinteinsson)






 
Ásgeir Beinteinsson
1953 - ...


Ljóð eftir Ásgeir Beinteinsson

NORÐURLJÓSIN
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2002
LÍFIÐ
FYRIR INGU
TILGANGURINN
GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN
ÞROSKINN
MAÐURINN Á HJÓLINU
NÚTÍMINN
TIL KONU
Unglingurinn
UPPALANDINN
RITAÐAR HUGSANIR
GUÐ ER TIL
FIMMGANGUR
SPURNINGAR
STYTTAN
ÞUNGLYNDI
GEGNSÝNI
LÍFIÐ, TÍMINN OG ALDURINN
PÓLITÍKUSINN
PRÓFIÐ
TÍMINN VIÐ UPPELDISSTÖRF
BLÓMIN Í GARÐINUM
DÆMALAUS
ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG
VORIÐ Í REYKJAVÍK
PASSA AÐ LJÓSMYNDIR
68
VIÐ
STJÓRNMÁLAMENN
LAUGAÐUR
ÓHEPPNA BARNIÐ
MANNLEGT EÐLI
JÓLALJÓS
Jólin 2004
JÓLIN 2005
LJÓÐRÆNAN Í MÉR
MAÐURINN
LANDSKEPPNIN
MERKIN MERKILEGU
HAMINGJAN
SKÓLASTJÓRINN
LÁTA AÐRA GUÐI Í FRIÐI
SUMARBLÓÐ