ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG
Þar sem vegur finnur vog
veit ég fallegt hús þar og
þar sem vegur finnur vog
veit ég fallegt hús þar og
með skakka veggi skælist það
og skrítna glugga sérðu að
dyrnar detta af dyrastaf
dágott gelt einn hundur gaf
svölur sveifla tónum vel
sunna sest við himinhvel
Er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól
er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól.
Í kinnum næstum kviknað í
og kjöltu situr barnið í.
Tappinn litli hress vill toga
titra rauðar kinnar loga.
Bankar mamma í spaugi barnið
betra verður blessað skarnið.
Köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá,
köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá.
Loppu sveiflar loðni kisi
lenti fluga´ í slæmu slysi.
Barni klappar mamma á kinn
kemst það brátt í svefninn sinn.
Allt um kring því englar vagga
ekkert mun því barni hagga
(Hist, hvor vejen slar en bugt
H.C. Andersen. Þýðing: Ásgeir Beinteinsson)
veit ég fallegt hús þar og
þar sem vegur finnur vog
veit ég fallegt hús þar og
með skakka veggi skælist það
og skrítna glugga sérðu að
dyrnar detta af dyrastaf
dágott gelt einn hundur gaf
svölur sveifla tónum vel
sunna sest við himinhvel
Er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól
er hún þar við aftansól
elsku mamma í sínum stól.
Í kinnum næstum kviknað í
og kjöltu situr barnið í.
Tappinn litli hress vill toga
titra rauðar kinnar loga.
Bankar mamma í spaugi barnið
betra verður blessað skarnið.
Köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá,
köttur setur kryppu á
kemur mý sem truflar þá.
Loppu sveiflar loðni kisi
lenti fluga´ í slæmu slysi.
Barni klappar mamma á kinn
kemst það brátt í svefninn sinn.
Allt um kring því englar vagga
ekkert mun því barni hagga
(Hist, hvor vejen slar en bugt
H.C. Andersen. Þýðing: Ásgeir Beinteinsson)