Arfgengi
einn kaldan vordag
situr vel klæddur maður
við skrifborð á tíundu hæð
í reykvískri glerbyggingu
með áhyggjur af minnkandi viðskiptum.

fyrir hundrað árum
stóð langafi þessa manns
í fjárhúshlöðunni
og horfði á lítinn heystabbann
þegar norðangarrinn
hafði staðið vikum saman.

sömu áhyggjurnar
og vorkuldinn jafn.

en daginn eftir
snérist hann í suðrið
og harðindunum var lokið
- að þessu sinni.
 
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur