Sættir
Hrímhvítum augum leit veturinn heiðlöndin breið
og horfði eftir rökkvuðum deginum sem var að ljúka.
Úr fjarskanum komum við akandi fámál og leið
eins og fuglar í búri sem eiga sér draum um að strjúka.

Við stöðvuðum bílinn og settumst þar niður um stund,
á steininn sem þegjandi hugsar um allt þetta liðna.
Þó kalt sé í veðri og kvöldið sé mætt á vorn fund,
er kossinn svo heitur að ísmolar hjarta míns þiðna.  
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur