Að vorlagi
í hálfrökkri
fjárhúskofans
stumrar bóndinn
yfir lambfénu,
talsvert við aldur
en handtökin traust

snarl kindanna
fyllir húsið af ró
og ljósið frá steinolíulampanum
glampar á slitnu markatönginni
sem hangir á garðabandinu

á bitanum fyrir ofan dyrnar
liggur gamla kindabyssan
makindalega
og horfir niður í króna

veit sem er....

að hennar tími mun koma
 
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur