Flugan og ég
Af hverju eru flugur svona heimskar ?
Þessi fer verulega í taugarnar á mér.
Suðandi án afláts kringum ljósið,
hvíldarlaust.
Skellur á sjóðheita peruna,
aftur og aftur.

Alla mína ævi
hef ég verið að leita að ástinni.
En um leið og ég nálgast hana,
brenni ég mig,
hrekk í burtu.
Samt reyni ég alltaf á ný,
af óslitinni elju,
aftur og aftur

Jæja.

Þá er flugan loksins hætt.
Farin að skríða í gluggakistunni.

Ég teygi mig varlega í morgunblaðið.
Rúlla því rólega saman.
Og drep kvikindið með leiftursnöggu höggi.
 
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur