Tryggur Lífsförunautur
Við píanóið ég oftast sest
Spila, syng og nótur fæ fest
Allt annað kringum mig mætir rest
Því í tónlistinni ég uni mér best
Að komast frá stressinu í sjúkum heimi
Í draumaveröld vera á sveimi
Losa um vanlíðan, þreytu og kvíða
Gegnum hljóma og tóna þýða
Tónlistin mig aldrei svíkur
Hún fylgir mér þar til að yfir lýkur
Lög mín og ljóð að eilífu lifa
Því tónlist er eilíf og allt sem ég skrifa