Ekki lesa, þú gætir drukknað
Ég flýt í jörðu,
stend á vatni,
sé ekki örðu,
vona að mér batni.

Er byggður á sandi,
heng á ryðguðum nagla,
tilbið þig - heilagur fjandi,
og vísu saman bagla.

Ég er viður í skútu,
í símanum og aldrei við,
hjólbarði af rútu,
þoli litla bið.

Svona gæti maður,
haldið áfram - líkt og ódauðlegur fugl,
en blaður er blaður,
og það er nákvæmlega ekkert vit í því að semja þetta rugl...

- samt ert þú enn að lesa þetta.

Þýðir það að ég eigi að halda áfram;
hrinda merkingunni fram af bjargi,
ofan í óskiljanlegt haf og láta þig drukkna þar í tilgangsleysi,
því þú - við öll munum falla með merkingunni.

Kannski er það tilgangurinn.  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...
<p><a href="mailto:ekztac@simnet.is">ekztac@simnet.is</a></p>


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir