Það gildir einu hvað máli skiptir
Hver ég er?

Sjúkdómur, æxli, bragðgott og fallegt æxli.

Svona einsog litir og tónlist og það að sofa áhyggjulaus meðan draumarnir fleygja manni út fyrir mörk veruleikans. Þó ekki út fyrir mörk mannlegs máls.

Svona einsog fallegur litur, fallegt lag.

En þú bara veizt ekki af litblindu þinni og botnar ekkert í textanum.

Liturinn veldur sjúkdómum og dauða, textinn fjallar um mig.

Ég er æxli og þetta er textinn minn.

Fegurðin drepur.  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir