Úlfar fæðast ekki sem menn
Út á hvað gekk það? Grámygluleg karlálft vappar um og finnur sér fórnarkindur. Altúnga heitir hann. Ef þú átt leið hjá skaltu liggja vel fyrir höggi, því þá verður þú og líkami þinn lúlaminn. Það rignir, það rignir mikið, en bara núna. Altúnga reisir upp bendifingurinn og etur honum að rigningunni með ásakandi spékoppaglotti. Dauði og djöfull, þetta gerir ekkert gagn: sama hvað Altúnga potar í mikinn hluta rigningarinnar hættir hún ekki að bleyta heiminn. Því næst, fer hann að hrópa ókvæðisorð að rigningunni. Fellur enn. Svo þétt og víðáttumikil að Altúnga sér varla putta minna skil, svo mikil er hún orðin að hann fær innilokunarkennd. Þorir ekki að hreyfa sig.
Blotnar í gegn og bráðnar einsog ísstytta, samt ekki.

Út á hvað gengur það? Konan sem gat ekki gert tvo hluti í einu. Sú eina sem heyrir án þess að hlusta. Sú eina sanna. Menn eru líka konur. Hvar er Altúnga? Konan sem hleypur út nakin í hvert sinn sem himininn grætur. Konan. Tárin eru aumingjar, þau gera ekkert annað en að gráta. Altúnga, sannkölluð dvergadrekka. Allt í kringum okkur, en bara þegar henni hentar. Endurvinnsla, við erum ekkert annað en aumir unglingar að flokka dósir. Þeir sem eru hugrakkir láta þær detta á gólfið svo þær geti endurnýjast fyrir fullt og allt. En af þeim fær enginn heyrt. Hugsjón, málstaður, baráttuandi, meira en flokkandi. Konan, kona sem Altúnga eltir. Hún ráfar því í eymd og volæði um Afríku svo fólkið geti fundið rakann.
Blotnar í gegn og bráðnar einsog ísstytta, samt ekki fyrir málstaðinn.

Út á hvað skal það ganga?

Helst sem minnst. Kannski garðrækt, en ekkert endilega.  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...
Ég skrifaði þetta fyrir lítinn snepil sem ég og nokkrir félagar mínir gefum út. Mér er illa við að fjalla um mín eigin ljóð, en ég get að minnsta kosti sagt þér að Altúnga er persóna úr bókinni Birtíngur eftir Voltaire.

<p><a href="mailto:ekztac@simnet.is">ekztac@simnet.is</a></p>


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir