Ljóð
Það væri fyrir einskæra
tilviljun,
ef svo vildi til að ég væri að skrifa Ljóð
núna.

Þá hlýtur jörðin að hiksta,
salt hafsins að syngja,
bókin að lesa
og blindur að heyra (einsog venjulega).

Hvað sem því líður, þá hlýtur eitthvað stórmerkilegt að eiga sér stað. Því þegar þú lest þetta Ljóð þá verð ég búinn að skrifa það - annað er óhugsandi - og þess vegna er ég ekki að skrifa þetta Ljóð núna.

(þú ert líklega að lesa þetta, nei, þetta)

Hefurðu séð fljúgandi hálku?  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...
<p><a href="mailto:ekztac@simnet.is">ekztac@simnet.is</a></p>


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir