VORIÐ Í REYKJAVÍK
Blátt, blátt, blátt.
Grænt, grænt, grænt.
Hvítir húsveggir lemja augu vorgengla.
Hvítslitur á fjallatindum.
Norðurpóllinn gusar,
svo jafnvel beinin kólna.
Aukahúðir duga skammt.
Hann kann að smjúga,
vindurinn að norðan.
Heit stöndum við,
innan við gluggana.
Horfum á litríkar myndir vorsins,
málaðar af sólinni.
Allt er fullkomið
þegar maður horfir á lífið
utan við gluggann.
Sumir eru alltaf
innan við glugga.
Gera sér enga grein.
Glerið er svo hreint.
Grænt, grænt, grænt.
Hvítir húsveggir lemja augu vorgengla.
Hvítslitur á fjallatindum.
Norðurpóllinn gusar,
svo jafnvel beinin kólna.
Aukahúðir duga skammt.
Hann kann að smjúga,
vindurinn að norðan.
Heit stöndum við,
innan við gluggana.
Horfum á litríkar myndir vorsins,
málaðar af sólinni.
Allt er fullkomið
þegar maður horfir á lífið
utan við gluggann.
Sumir eru alltaf
innan við glugga.
Gera sér enga grein.
Glerið er svo hreint.