

Þar sem sólirnar eru þrjár
og þar sem rauðar sóleyjar
hneigja sig í bláu túninu,
þar hneigi ég mig líka,
vopnaður fjaðurpenna.
Og þegar þú kemur upp úr kafinu
böðum við okkur sólum
og lemjum himininn hlátri.
Synir Pegasusar á mæninum
og þú undrar þig á því
hvernig þessi flykki geta flogið.
Grasblámi í grænum buxum.