Í FJÖRUNNI
Ég sit niður á fjöru
hugur minn reikar
aftur til æsku minnar
hvað ég ávallt fann þar
mína undarlegu hugar ró

horfði út á hafið
krotaði í sandinn
sat tímunum saman
stapísk ró fyllti
sálu mína

flæði huga míns
yfirfullt hugsunum
börðu dyra af óþreyju
þráðu útgöngu
svífa á flug frelsis

þarna gat ég opnað hurðina
hleypt hugsunum
mínum lausum
gefið þeim frelsi
sjálfstæði

horfði á þær svífa
langt, langt á haf út
fagnandi frelsi sínu
sem í sömu mund gáfu
andargift minni útrás

bros færðist yfir
varir mínar
bejandi hjartsláttur minn
bar til kynna
óútskýranlega vellíðan... jafnvægi...

vangaveltur míns
hugsanaflæðis
fylltu andrúmsloftið
allt mig um kring
kítluðu mig

feiktust með vindinum
orðin í sandinum
hrifin á brott
á endanum
á haf út

þar sem þau hófu
ferð sína
með straumi aldanna
sem báru þær á vit
óendanlegs ferðalags
sem á sér enn tilveru.





 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

ómagar hugans nútímaflæðis
Lífshlaup
Í FJÖRUNNI
án þín
Ró hugans