án þín

Her án þín
hjarta mitt grætur
engist um af þrá
til þess sem ég taldi mér
einni tilheyra þá
nú það burtu frá mér er farið
í höndum annarrar stúlku
býr nú hjá

sólin mig faðmaði
að morgni hvers dags
hve lífið ég elskaði þá
brosandi á fætur fór
samfeða sólinni
á fund þinn fór

hér án þín
sólin mig vekur
með heitu faðmlagi sínu
ég nú undan henni færist
sængina yfir haus dreg
sofa vil lengur
sú ein er nú mín þrá

hún mér hlær við
enn heitar mig faðmar
öskuill að glugganum lít
á mig hún horfir
í allri sinni dýrð
góðan daginn mér býður
á sinn blíða hátt

ilskulega ég á hana horfi
tunguna út úr mér rek
segi henni fjandans til að fara
hætta mig að ónæða hér
ég ei lengur mig um hana kæri
á fund þinn aldrei aftur fer
sólinni samferða ei lengur þarf með

sárlega hún á mig horfir
hún sig hverfa lætur
niðurlút og sár
á bak skýjanna glás


það var þá sem mitt hjarta
kipp tók.......
samviskan í mig sparkaði
hvað hef ég gert?
spurning vaknaði
hver er ég?


snúið hef baki við
þeirri einu
sem mér ávallt
stóð við hlið
æ, sól mín heyr hróp mín
ekki yfirgefa mig

þú sá bannsettur
sem hjarta mínu
mein vannst
hver ert þú?


það eitt ég nú veit
ei tára minna þú verður ert
óþverra þú mig að gert hefur
ei skal ég þig lengur
láta mig sál mína særa
sólina og lífið sjálft
af vettugi virða


nú regnið mig að morgni vekur
myglulegt og grátt
að glugganum ég horfi
þig sól mín hvergi er að sjá
aðeins tár þín
er hrynja undan skýjunum frá


að mínum þau verða
er þau rúðunni endurspeglast á
fram á varir mínar bros fram færi
hvísla að vindinum
bón mína að hann megi
skýjunum víkja frá
svo bros mitt megi
þér til sjónar berast
svo þau megi
þerra þín tár









 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

ómagar hugans nútímaflæðis
Lífshlaup
Í FJÖRUNNI
án þín
Ró hugans