Fósturlandið
Landið, sem mín vígð er vinna,
vöggustöðin barna minna!
Ég hef fellt í lag og línu
ljóðið mitt í grasi þínu.
Yfir höfuð yrkir mitt
aftur seinna grasið þitt.
Hjarta og hugur er
heimabundið þér.
Met ei við milljón dali
mætur, sem á þér ég hef,
stuðla ei í stef
hrós þitt í hundraða tali.
Sé ei rík þú sért -
syng, að slík þú ert:
Allslaus undi eg mér,
ás og grund, hjá þér.
Einkunn er þín sú,
yndi mér varst þú!
Myndi í fjarlægð þér frá
fluttur út í heiminn víða
eftir þínu sólskini sjá,
sakna þína hríða.-
Bert og bófest land,
byls og skjóla land,
hvamms og hóla land,
húms og sólar land!
Landið, sem mín vígð er vinna,
vöggustöðin niðja minna!
vöggustöðin barna minna!
Ég hef fellt í lag og línu
ljóðið mitt í grasi þínu.
Yfir höfuð yrkir mitt
aftur seinna grasið þitt.
Hjarta og hugur er
heimabundið þér.
Met ei við milljón dali
mætur, sem á þér ég hef,
stuðla ei í stef
hrós þitt í hundraða tali.
Sé ei rík þú sért -
syng, að slík þú ert:
Allslaus undi eg mér,
ás og grund, hjá þér.
Einkunn er þín sú,
yndi mér varst þú!
Myndi í fjarlægð þér frá
fluttur út í heiminn víða
eftir þínu sólskini sjá,
sakna þína hríða.-
Bert og bófest land,
byls og skjóla land,
hvamms og hóla land,
húms og sólar land!
Landið, sem mín vígð er vinna,
vöggustöðin niðja minna!