

Nóttin var blá.
Við lágum í myrkrinu nakin
og hvísluðumst á í þögninni.
Loksins gáfumst við upp fyrir
hvoru öðru,
ég og maðurinn,
með hafið í augunum.
Þú þerraðir tárin mín þögull
og vafðir mig klettþungum
örmum þínum.
Nóttin andvarpaði fegin.
Við lágum í myrkrinu nakin
og hvísluðumst á í þögninni.
Loksins gáfumst við upp fyrir
hvoru öðru,
ég og maðurinn,
með hafið í augunum.
Þú þerraðir tárin mín þögull
og vafðir mig klettþungum
örmum þínum.
Nóttin andvarpaði fegin.