Næturljóðið
Nóttin var blá.
Við lágum í myrkrinu nakin
og hvísluðumst á í þögninni.

Loksins gáfumst við upp fyrir
hvoru öðru,
ég og maðurinn,
með hafið í augunum.

Þú þerraðir tárin mín þögull
og vafðir mig klettþungum
örmum þínum.

Nóttin andvarpaði fegin.  
Brynja Magnúsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Brynju

Kveðjan
Ástarjátning
Tárin
Næturljóðið
Bænin
Vögguljóð