Hádegishlé
Eftir amstur morgunsins er gott að fá sér að borða
Eftir máltíðina er gott að loka augunum og láta sér síga í brjóst

Það heyrist raddkliður frá hinum í kaffistofunni
Þeir tala ekki lágt
Láta vel í sér heyra

Eins og það er gott að dorma aðeins
þá sjá óþægilegir stólarnir til þess að maður vaknar
með dofinn afturendann  
Mors
1952 - ...


Ljóð eftir Mors

Morgun
Útsýni.
Brosið
Lífið
Hádegishlé
Leiðsögn í gegnum lífið.
Að hausti
Í skápnum